Ökukennarinn

Að læra að keyra jafngildir auknu frelsi – bæði í starfi, samgöngum og persónulega lífinu.

Um ökukennarann

Ökukennarinn hjálpar þér að öðlast ökuréttindi á einfaldan og skemmtilegan hátt. Markmiðið mitt er að gera þig að öruggum og ábyrgum ökumanni sem hefur yndi af akstri.

Kennslubifreiðin er Peugeot 308 – lipur, þægilegur og auðveldur í akstri, smelltu á myndina.

Ég byrjaði nýlega að kenna akstur, en með áratuga reynslu sem flugkennari, við krefjandi aðstæður, get ég tryggt þér faglega og árangursríka kennslu.

Hringdu í 899-3399 til að fá frekari upplýsingar, smelltu á símann neðst á síðunni, sendu mér tölvupóst eða skilaboð á Messenger. Byrjum ferðalagið þitt að ökuréttindunum saman!

Mynd af Sindra Sindri
Mynd af Peugeot 308 Peugeot 308

Ökukennarinn - Þjónusta

Grunnnámskeið

Kennsla fyrir byrjendur til almennra ökuréttinda í B-flokki. Öll undirstöðuatriði aksturs fyrir ökuprófið kennd sem og ýmislegt tengt umferðinni sem gott er að vita og kunna.

Ökukennarinn kennir á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Gera má ráð fyrir að námið taki 16 til 20 ökutíma fyrir flesta og að kostnaður sé um 220.000 til 280.000 krónur, auk ökuskóla eitt, tvö og þrjú, prófagjalda og ökuskírteinis.

Endurmenntun

Fyrir þá sem vilja bæta ökulag sitt eða öðlast meiri reynslu, til dæmis í akstri á höfuðborgarsvæðinu eða við erfiðar aðstæður. Einnig fyrir þá sem hafa ekki ekið í langan tíma og vilja taka nokkra ökutíma með kennara til öryggis.

Akstursmat

Ökukennarinn bíður upp á akstursmat fyrir fullnaðarskírteini ökumanna í B-flokki. Akstursmat tekur um 50 mínútur og má fara fram á eigin bifreið eða í bíl ökukennara. Athugið að ekki er hægt að falla á matinu, en ef öryggi ökumanns er ábótavant getur það komið fyrir að ökukennarinn skrifi ekki upp á matið, þó það sé sjaldgæft. Kostnaður er 16.000 kr.

Hringdu í síma 8993399 og fáðu meiri upplýsingar